Engin krafa er gerð um kaup til þess að taka þátt. Kaup á síðunni auka ekki líkur á vinningi.

1. Hverjir geta tekið þátt: Þeim öllum sem skrá sig í leikinn gegnum spilaborg.is/jolasveinar og hafa náð 18 ára aldri er heimil þátttaka í leiknum.

2. Samþykki á reglum: Með þáttöku í leiknum samþykkir þátttakandi þær reglur og notendaskilmála sem tengjast leiknum og staðfestir sömuleiðis að hafa náð tilskyldum aldri til þátttöku. Þá samþykkir þátttakandi að samþykkja ákvarðanir Spilaborgar um úrslit hvers leiks

3. Gildisimi leiks: Skráningar í leikinn hefjast 12. desember 2021 og líkur 24. desember 2021.

4. Hvernig tekur þú þátt: Þátttakandi opnar glugga dagsins á dagatalinu og getur þar séð hver vinningur dagsins er. Þar getur þátttakandi fyllt út upplýsingar um sig s.s. nafn og tölvupóstfang og samþykkir skilmála og sendir sína skráningu inn með því að smella á „Skrá mig“. Við það skráist viðkomandi á lista yfir þátttakendur þess dags. Athugið að mikilvægt er að taka þátt alla þá daga sem þátttakandi vill eiga færi á að eignast vinning þar sem aðeins er dregið út skráðum þátttakendum þess dags, hverju sinni. Shortstackapp hugbúnaður geymir lista yfir alla skráða þátttakendur og notast er við hugbúnað frá þeim til þess að velja vinningshafa af handahófi. Þátttakendum er heimilt að skrá sig einu sinni í hvern glugga. Spilaborg er heimilt að ógilda skráningar reyni þátttakandi að komast framhjá kerfinu, búa til margar skráningar á sama degi s.s. með mismunandi tölvupóstföngum eða með öðrum ósanngjörnum hætti að mati Spilaborgar.

5. Vinningar: Vinningshafi hvers dags fyrir sig fær vinning þess dags og getur sótt hann á lager Spilaborgar skv. samkomulagi. Ekki er hægt að skila eða skipta vinningnum né er nokkur ábyrgð á þeim. Óski vinningshafi eftir því að vinningurinn sé sendur til hans skal vinningshafi greiða fyrir þann flutning.

6. Vinningslíkur: Dregið er lista skráðra þátttakenda hvers dags og eru vinningslíkurnar því háðar þátttöku hverju sinni.

7. Val á vinningshafa og tikynningar: Vinningshafi er valinn með slembiúrtaki af starfsmanni Spilaborgar sem notast við hugbúnað frá Shortstackapp við það til þess að gæta hlutleysis. Vinningshafanum er tilkynnt með tölvupósti að hann hafi unnið auk þess að vinningshafinn er tilkynntur á Facebook. Vitji vinningshafi ekki vinningsins innan 2ja mánaða frá því að vinningshafinn er tilkynntur gefur Spilaborg vinninginn þess í stað til góðgerðarmála að eigin vali.

8. Áskilnaður: Spilaborg ehf áskilur sér rétt til þess að hætta við, breyta eða stöðva tímabundið leikinn komi upp vírus, galli, kerfisvilla eða svindl eða annað það sem haft gæti ósanngjörn áhrif á niðurstöður leiksins.

10. Ágreiningur: Komi upp ágreiningur um leik þennan skal það borið fyrir Héraðsdóm Reykjaness.

11. Persónuvernd: Upplýsingar sem til verða í leik þessum fylgja persónuverndarstefnu Spilaborgar sem finna má á vef spilaborg.is Spilaborg lætur ekki undir neinum kringumstæðum upplýsingar í hendur þriðja aðila.

12. Leik þennan heldur Spilaborg ehf, Auðbrekku 19, 200 Kópavogi

13. Leikur þessi er á engan hátt tengdur eða studdur af Facebook.