TAKMARKAÐ MAGN!

Útvegsspilið er óviðjafnanlegt fræðslu- og skemmtispil fyrir unga sem aldna. Í Útvegsspilinu geta tveir til fjórir tekið þátt í skemmtilegum leik, sem felst í því að koma sér upp skipaflota, veiða og vinna aflann í eigin vinnslustöðvum. Og selja á erlendan markað. En þetta er ekki átakalaust og oft reynir mikið á útsjónarsemi spilamanna, því teningurinn ræður ekki gangi mála nema að hluta.