FORSALAN ER HAFIN!

Hættuspil kom út jólin 1998 og var hugarfóstur Þórólfs Beck og Reynis Harðarsonar. Spilið seldist í ríflega 11.000 eintökum og var eitt vinsælasta spil þjóðarinnar um árabil. Spilið fjallar um lífshlaup ungs fólks frá fermingaraldri og fram á fullorðinsár. Takmarkið í spilinu er að ná sem mestum þroska í lífinu og forðast þær hættur sem kunna að leynast á leiðinni. Spilið er fyrir 2-6 leikmenn frá 12 ára aldri og uppúr.

Afhending hefst 10. desember og verða pantanir afgreiddar í söluröð. Fyrstur kemur fyrstur fær. Allar pantanir verða afhendar fyrir jól.