micro-macro-logo

Leystu flókin mál

Velkomin í Glæpaborgina – borg þar sem glæpi er að finna á hverju götuhorni. Stórhættuleg leyndarmál, flókin rán og kaldrifjuð morð eru daglegt brauð á þessum slóðum. Lögregla borgarinnar er búin að missa stjórn á málunum. 

Fáðu liðsauka frá vinum þínum

MicroMacro er samvinnu-rannsóknarspil. Saman leysið þið málin, finnið hvaða ástæður lágu að baki, finnið sönnunargögn og komið þrjótunum í grjótið. Glöggt auga er jafn mikilvægt og góð rökhugsun – Þetta er alvöru rannsóknarvinna!