Fréttir

Fornfræg borðspil snúa aftur

Spilaborg hefur staðið fyrir metnaðarfullri endurútgáfu á klassísku íslensku borðspilunum Útvegsspilinu og Hættuspili. Sala á þeim fer fram á heimasíðu Spilaborgar, spilaborg.is.

Spilaborg tók upp á því á þessu ári að gefa aftur út tvö fornfræg borðspil, Útvegsspilið og Hættuspil. Bæði spilin nutu gríðarlegra vinsælda á Íslandi á fyrri árum en framleiðslu þeirra hafði verið hætt svo þau voru orðin svo gott sem ófáanleg þrátt fyrir mikla eftirspurn. Nú er loks hægt að fá spilin aftur og sala þeirra er í fullum gangi á vefnum spilaborg.is.

Næstum eins og þeir væru að endurskrifa Laxness

„Sú hugmynd að gefa Útvegsspilið út aftur kom upp fyrir sjö árum. Þá fór ég að leita að því og komst að því að það var illfáanlegt, en ansi margir væru að leita að því. Ég fann notuð spil á netinu og bauð í þau en ítrekað gafst ég upp þegar verðið á þeim var að nálgast 100 þúsund krónur,“ segir Stefán Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Spilaborgar. „Fyrst ætlaði ég bara að gera eitt spil til persónulegrar notkunar og ég hafði uppi á Hauki Halldórssyni, listamanninum sem hannaði spilið upphaflega árið 1977. Við ákváðum svo bara að gefa spilið út aftur.Stefán segir að það hafi verið lögð gríðarleg alúð og vinna í endurgerð spilanna svo þau standi undir væntingum fólks og þau séu eins og þau gömlu. Viðtökurnar hafa verið gríðarlega góðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Núna í lok maí fórum við af stað og ákváðum að opna á forsölu á spilinu 17. júní og viðtökurnar voru rosalegar. Það ruku út 1.500 spil á nokkrum dögum,“ segir Stefán. „Þá var næsta skref að uppfæra skipaflotann á sama tíma og við pössuðum okkur að breyta spilinu ekkert og stytta okkur ekki leið varðandi frágang eða annað. Við fundum að þessu fylgdi mikil ábyrgð, þetta spil hafði mikla þýðingu fyrir sumar kynslóðir, þarna var komin beintenging við góðar stundir í æskunni. Þetta var næstum eins og við værum að endurskrifa Star Wars eða Halldór Laxness! Allir vildu fá þetta gamla og góða spil.“

Handsmíðað á Íslandi

„Við ákváðum að gera þetta allt hérna á Íslandi og fundum meira að segja sama pappírinn og var notaður í peningaseðlana í gamla daga því við vildum hafa allt nákvæmlega eins,“ segir Stefán. „Svo réðumst við í að handsmíða og mála hús og skip og setja þau saman af alúð fyrir hvert einasta spil. Ef þau væru öll sett saman í röð gætu þau myndað fjögurra kílómetra lengju, þetta var svo mikið, og engin tvö eru eins.Margir hafa leitað til Spilaborgar og óskað eftir að kaupa Hættuspilið.

Við fengum líka sjávarútveginn með okkur í leið og fengum meira að segja þann heiður að sjálfur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, skrifaði innganginn fyrir spilareglurnar, sem gefur vísbendingu um hversu stóran sess þetta spil skipar í íslenskri menningu,“ segir Stefán. „Svo hélt Landhelgisgæslan athöfn í höfninni í Reykjavík þar sem varðskip mættust og flautuðu á hvort annað og komu svo að bryggju þar sem ég beið með syni mínum og sjávarútvegsráðherra til að afhenda forstjóra gæslunnar fyrsta spilið, alveg eins og var gert árið 1977.

Spilið hefur fengið frábærar viðtökur og er að verða uppselt, en það kemur ekki annað upplag á næstunni, þannig að þeir sem vilja eignast það verða að hafa hraðar hendur, því það verður búið löngu fyrir jól,“ segir Stefán.Allir íhlutir hafa verið endurskapaðir af mikilli alúð og nákvæmni.

Margir vildu Hættuspilið

„Í kjölfar útgáfu Útvegsspilsins fór fólk að hafa samband við okkur og óska eftir hinum og þessum spilum og margir töluðu um Hættuspilið, sem við þekktum og vorum hrifnir af. Þannig að við höfðum samband við CCP sem eiga réttindin, en spilið var upphafið að veldi þeirra,“ segir Stefán. „Þau sögðust hafa verið að bíða eftir rétta tækifærinu til að gefa spilið út á ný og því var ákveðið að keyra bara á þetta fyrir þessi jól og framleiða spilið allt á Íslandi, rétt eins og Útvegsspilið.Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr skipuðu stórt hlutverk í Hættuspilinu sem Siggi sýra og Amma og þeir tóku þátt í endurútgáfunni líka. MYND/AÐSEND

Við tilkynntum forsölu og strax fyrsta daginn seldust um 1.500 spil og síðan hefur það selst jafnt og þétt. Þetta er örugglega í fyrsta sinn sem borðspil rokselst svona í forsölu og það er ljóst að það er mikill spilaáhugi og eftirspurn eftir þessum gömlu góðu,“ segir Stefán. „Svo fengum við Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr líka til að taka aftur þátt, en þeir skipuðu stórt hlutverk í spilinu sem Siggi sýra og Amma.“

Nýir leikstílar og ný spil

„Þetta er búið að vera heilmikið fjör og við fengum frábær fyrirtæki með okkur og uppfærðum þann hluta af spilinu. Svo er líka skemmtileg nýjung sem fylgir því,“ segir Stefán. „Það er hægt að spila það á gamla góða mátann en það er líka hægt að spila án teninga og þá hefur leikmaðurinn meira ákvörðunarvald í stað þess að elta bara teninginn. Við erum spenntir fyrir þessu og teljum að þetta muni virka mjög vel.Stefán segir að það hafi verið ljóst að endurútgáfunni fylgdi mikil ábyrgð, því Útvegsspilið hafði mikla þýðingu fyrir sumar kynslóðir. Allir vildu fá þetta gamla og góða spil. MYND/AÐSEND

Við erum á fullu að keppast við klára útgáfuna, spilið er í prentun og íhlutir eru að koma í hús, en við settum aftur meiri alúð í spilið en nauðsynlegt er. Við vinnum svo allan sólarhringinn við að ganga frá og afhenda spilin í þeirri röð sem þau eru keypt, svo fyrstir koma, fyrstir fá, en við ætlum að koma öllum spilunum út fyrir jól,“ útskýrir Stefán. „Við komum svo með nokkur spil á nýja árinu, bæði gömul klassísk spil og ný, meðal annars framhald af Útvegsspilinu þar sem þú siglir um allan heim og upplifir stærra ævintýri en áður.“


Sala á Útvegsspilinu og forsala á Hættuspilinu er í fullum gangi á heimasíðunni spilaborg.is. Því fyrr sem fólk kaupir, því fyrr fær það sitt eintak afhent.

Greinin birtist í Fréttablaðinu: https://www.frettabladid.is/kynningar/fornfrg-borspil-snua-aftur/