Fréttir

Gefa út Hættuspilið á ný eftir 22 ára bið

Lík­lega datt eng­um í hug þegar Hættu­spilið var fyrst gefið út árið 1998 að það kæmi til með að leggja grunn­inn að stofn­un eins flagg­skipa ís­lensks at­vinnu­lífs, tæknifyr­ir­tæk­is­ins og tölvu­leikja­fram­leiðand­ans CCP.

Sú varð þó raun­in, út­gáfa hins geysi­vin­sæla Hættu­spils árið 1998 var að mörgu leyti fjár­öfl­un fyr­ir stofn­un CCP. Það er því vel við hæfi að Spila­borg og CCP vinni sam­an að end­urút­gáfu borðspils­ins nú 22 árum síðar.

For­svars­menn Spila­borg­ar og CCP, ásamt Jóni Gn­arr og Sig­ur­jóni Kjart­ans­syni komu sam­an í dag í húsa­kynn­um CCP til þess að und­ir­rita samn­ing um út­gáf­una. Eins og þekkt er voru þeir Tví­höfðabræður, Jón og Sig­ur­jón, mjög áber­andi á Hættu­spil­inu gamla. Á því verður eng­in breyt­ing. For­sala hefst á há­degi næsta föstu­dag á spila­borg.is.

Hættuspilið hefur verið ófáanlegt í hátt í 22 ár. Skemmtikraftarnir …

Hættu­spilið hef­ur verið ófá­an­legt í hátt í 22 ár. Skemmtikraft­arn­ir Jón Gn­arr og Sig­ur­jón Kjart­ans­son léku per­són­ur í spil­inu eins og frægt varð. Ljós­mynd/​Aðsend

Land­inn óður í end­ur­gerðir

„Við erum bara að svara eft­ir­spurn og áhuga þjóðar­inn­ar,“ seg­ir Stefán Sig­ur­jóns­son, fram­kvæmd­ar­stjóri Spila­borg­ar í sam­tali við mbl.is. „Við erum auðvitað hokn­ir af reynslu eft­ir að hafa end­urút­gefið Útvegs­spilið fyrr í ár og síðan við gerðum það þá hef­ur fólk ít­rekað beðið um að Hættu­spilið yrði næst. Við erum virki­lega stolt­ir af því að CCP hafi treyst okk­ur fyr­ir út­gáf­unni.“

„Eft­ir að við til­kynnt­um á face­book að við ætluðum að gefa út Útvegs­spilið aft­ur þá bara var ekki hægt að ná í mig, svo mikið hringdi sím­inn hjá mér,“ seg­ir Stefán. „Það var meira að segja einn sem vildi fá að leggja inn á mig 100 þúsund krón­ur bara svo að hann gæti tryggt sér ein­tak. Ég á ekki von á því að þetta verði eitt­hvað öðru­vísi nú þegar við til­kynn­um um end­urút­gáfu Hættu­spils­ins.“

Aðdá­end­ur verða ekki svikn­ir

Til þess að tryggja að aðdá­end­ur Hættu­spils­ins verði ekki fyr­ir von­brigðum, verður notuð sama aðferð við end­urút­gáf­una og var notuð við end­urút­gáfu Útvegs­spils­ins: Allt gert eins og í gamla daga.

„Við pöss­um að all­ir meg­inþætt­ir spils­ins haldi sér. Allt frá hönn­un spila­borðs og spila út í liti. Þetta verður svo allt fram­leitt bara hérna á Íslandi þannig að vand­virkn­in verður í fyri­rúmi. Sam­starfið við CCP er búið að vera virki­lega skemmti­legt og ég lít svo á að það sé í raun­inni verið að launa okk­ur vand­virkn­ina við end­ur­gerð Útvegs­spils­ins, með því að fala okk­ur að sjá um end­urút­gáfu þessa klass­íska spils sem er búið að vera al­ger­lega ófá­an­legt allt of lengi.“

Eflaust geta margir aðdáendur Hættuspilsins uppfært sín gömlu eintök þegar …

Ef­laust geta marg­ir aðdá­end­ur Hættu­spils­ins upp­fært sín gömlu ein­tök þegar búið verður að gefa spilið út að nýju. Ljós­mynd/​Aðsend

Unnið í sam­ræmi við fagaðila

Hættu­spilið varð gríðarlega vin­sælt þegar það var gefið út árið 1998 og seld­ist í mörg þúsund ein­tök­um. Þó for­varn­ir hafi ekki verið aðal mark­mið spils­ins á sín­um tíma þá seg­ir Stefán það hafa ákveðið for­varna­gildi, enda unnið í sam­vinnu við SÁA á sín­um tíma. „Þú gast lent í „rugl­inu“ eða strítt mót­spil­ur­um þínum með því að senda þá í „ruglið.“ Þetta skapaði ef til vill umræðu um þessi mál á heim­il­um fólks sem von­andi hef­ur verið af hinu góða.“

Stefán seg­ir að stefnt sé á að fá fagaðila til þess að aðstoða við þetta að nýju. „Á sín­um tíma var haft sam­ráð við SÁÁ og það er stefnt að því að hafa þann hátt­inn á núna, en auk þess sem við erum við að leita til annarra sam­starfsaðila við að gera upp­lif­un spils­ins sem allra skemmti­leg­asta í takt við upp­haf­legu út­gáf­una.“

Birtist fyrst á vef Morgunblaðsins: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/10/28/gefa_ut_haettuspilid_a_ny_eftir_22_ara_bid/