Nýverið var hið óviðjafnanlega skemmti- og fræðsluspil, Útvegsspilið endurúgefið eftir að hafa verið ófáanlegt um árabil. Spilið býður upp á upprunalega grafík og spilareglur auk viðbótarreglna fyrir þá sem vilja.
Glænýr skipafloti frá öllum helstu Útgerðum landsins prýða skipaspjöldin.
Nú er hægt að fá gamla skipaflotann í allri sinni dýrð fyrir þá sem vilja hafa þetta alveg eins og í gamla daga. Síldin GK og 29 önnur skip prýða þennan skemmtilega aukapakka.