Fréttir

Útvegsspilið verður endurútgefið

Útvegsspilið naut mikilla vinsælda hér á árum áður.

Útvegs­spilið verður gefið út á nýj­an leik um næstu jól en það hef­ur verið nán­ast ófá­an­legt í lang­an tíma.

Fé­lagið Spila­borg hef­ur samið við Hauk Hall­dórs­son, hönnuð spils­ins, um að gefa það út á ný.

Stefnt er það því að spilið komi út 1. nóv­em­ber, að sögn Viðskipta­blaðsins.

Spilið verður gefið út í upp­runa­legri út­gáfu en þó með þeim breyt­ing­um að hátt í átta geta spilað í stað fjög­urra.

Birtist fyrst á Mbl.is : https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/05/21/utvegsspilid_verdur_endurutgefid/