Útvegsspilið er eitt eftirsóttasta spil í sögu Íslands og hefur verið ófáanlegt um árabil en nú snýr það loksins aftur í upprunalegri útgáfu með viðbótarreglum fyrir þá sem vilja. Með nýjum skipa- og húsaspjöldum.
Nú er hægt að fá gamla skipaflotann í allri sinni dýrð fyrir þá sem vilja hafa þetta alveg eins og í gamla daga. Síldin GK og 29 önnur skip prýða þennan skemmtilega aukapakka sem fylgir með
Í Útvegsspilinu geta tveir til sex tekið þátt í skemmtilegum leik, sem felst í þvi að koma sér upp skipaflota, veiða og vinna afla í eigin vinnslustöðvum og selja á erlendan markað. En þetta er ekki átakalaust og oft reynir mikið á útsjónarsemi spilamanna því teningurinn ræður ekki gangi mála nema að hluta.
Útvegsspilið er óviðjafnanlegt skemmti- og fræðsluspil fyrir unga sem aldna.
Spilið er framleitt að öllu leyti á Íslandi og með handsmíðuðum húsum og skipum.
Inniheldur:
Afurðarmiði – Fiskvinnsla : 12 stk
Afurðarmiðar – Fiskimjölsverksmiðja : 12 stk
Afurðarmiðar – Frystihús : 12 stk
Verðbréf : 8 stk
Húsamiði – Fiskvinnsla : 17 stk
Húsamiði – Fiskimjölsverksmiðja : 9 stk
Húsamiði – Frystihús : 12 stk
Skipaspjöld : 69 stk
! Atvikaspjald : 30 stk
? Atvikaspjald : 35 stk
L Atvikaspjald : 36 stk
Tryggingarmiðar : 36 stk
Spilapeningar 45 hver peningur nema 1m sem er 20 stk
Tré hús : 24 stk (í 6 litum)
Tré skip : 6 stk (í 6 litum)
Teningur : 1stk
Spilaborð : 1 stk
Reglubæklingur : 1 stk
Fiskispjald : 1 stk