Útvegsspilið og Gömlu skipin
Eitt eftirsóttasta spil í sögu Íslands og hefur verið ófáanlegt um árabil en nú snýr það loksins aftur í upprunalegri útgáfu með viðbótarreglum fyrir þá sem vilja. Með nýjum skipa- og húsaspjöldum.
Í Útvegsspilinu geta tveir til sex tekið þátt í skemmtilegum leik, sem felst í þvi að koma sér upp skipaflota, veiða og vinna afla í eigin vinnslustöðvum og selja á erlendan markað. En þetta er ekki átakalaust og oft reynir mikið á útsjónarsemi spilamanna því teningurinn ræður ekki gangi mála nema að hluta.
Nú er hægt að fá gamla skipaflotann í allri sinni dýrð fyrir þá sem vilja hafa þetta alveg eins og í gamla daga. Síldin GK og 29 önnur skip prýða þennan skemmtilega aukapakka sem fylgir með
Hættuspil
Taktu þátt í lífskapphlaupinu og gættu að því að lenda ekki í vítahring. Varúð! Spilið er hættulega skemmtilegt. Sama góða spilið með upprunalegum karakterum auk viðbótarreglna fyrir þá sem vilja.
MicroMacro:Glæpaborgin – Spil ársins 2021
Glæpir hafa átt sér stað um alla borgina, og þú þarft að komast að því hvað nákvæmlega kom fyrir, þannig að þú þarft að skoða vel risakortið af borginni (75 x 110 cm) til að finna allar upplýsingarnar sem eru faldar í því og rekja slóð glæpamannanna.