Sami háttur var hafður á þegar spilið kom fyrst út árið 1977.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Halldór B. Nellett, skipherra á varðskipinu Þór, tóku við fyrstu eintökum nýrrar útgáfu af Útvegsspilinu úr hendi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra í dag.
Spilið kom fyrst út fyrir jólin 1977 en þá var það Guðmundur Kjærnested, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, sem tók við fyrsta eintakinu og spilaði Útvegsspilið við Matthías Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra og útgefendur um borð í varðskipinu Tý.
Leikurinn var svo endurtekinn í dag, 43 árum síðar.
Georg Kr. Lárusson og Halldór B. Nellett tóku við fyrstu eintökum Útvegsspilsins.Guðmundur Kjærnested, skipherra, kastar teningunum árið 1977.Jón Jónsson afhendir Guðmundi Kjærnested fyrsta eintakið árið 1977.Varðskipið Þór kom til hafnar í Reykjavík á ellefta tímanum í morgun.
Birtist fyrst á vef Landhelgisgæslunnar : https://www.lhg.is/frettir-og-fjolmidlar/frettasafn/frettayfirlit/forstjori-landhelgisgaeslunnar-tok-vid-fyrsta-eintaki-utvegsspilsins-ur-hendi-sjavarutvegsradherra