Fréttir

Forstjóri Landhelgisgæslunnar tók við fyrsta eintaki Útvegsspilsins úr hendi sjávarútvegsráðherra

Sami háttur var hafður á þegar spilið kom fyrst út árið 1977.

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Halldór B. Nellett, skipherra á varðskipinu Þór, tóku við fyrstu eintökum nýrrar útgáfu af Útvegsspilinu úr hendi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra í dag.
Spilið kom fyrst út fyrir jólin 1977 en þá var það Guðmundur Kjærnested, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, sem tók við fyrsta eintakinu og spilaði Útvegsspilið við Matthías Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra og útgefendur um borð í varðskipinu Tý.
Leikurinn var svo endurtekinn í dag, 43 árum síðar.

Halldor-Nellett-Kristjan-Thor-Georg-Kr-Larusson

Georg Kr. Lárusson og Halldór B. Nellett tóku við fyrstu eintökum Útvegsspilsins.90615795_10158916412289453_6283417071057371136_oGuðmundur Kjærnested, skipherra, kastar teningunum árið 1977.93934366_107773014245532_3859228540104867840_oJón Jónsson afhendir Guðmundi Kjærnested fyrsta eintakið árið 1977.Vardskipid-ThorVarðskipið Þór kom til hafnar í Reykjavík á ellefta tímanum í morgun.

Birtist fyrst á vef Landhelgisgæslunnar : https://www.lhg.is/frettir-og-fjolmidlar/frettasafn/frettayfirlit/forstjori-landhelgisgaeslunnar-tok-vid-fyrsta-eintaki-utvegsspilsins-ur-hendi-sjavarutvegsradherra