Útvegsspilið naut mikilla vinsælda hér á árum áður.
Útvegsspilið verður gefið út á nýjan leik um næstu jól en það hefur verið nánast ófáanlegt í langan tíma.
Félagið Spilaborg hefur samið við Hauk Halldórsson, hönnuð spilsins, um að gefa það út á ný.
Stefnt er það því að spilið komi út 1. nóvember, að sögn Viðskiptablaðsins.
Spilið verður gefið út í upprunalegri útgáfu en þó með þeim breytingum að hátt í átta geta spilað í stað fjögurra.
Birtist fyrst á Mbl.is : https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/05/21/utvegsspilid_verdur_endurutgefid/